Leita á síðunni:

 

Reisugildi í Ártungu

Martha Kristín Pálmadóttir - 22/03/2019
Síðustu misseri höfum við verið að vinna að nýbyggingu hér á Ísafirði, nánar tiltekið í Ártungu í Tunguhverfi. Verkinu hefur miðað vel áfram og haldið reisugildi í dag.

Uppfærsla

Martha Kristín Pálmadóttir - 12/03/2019

Kæru viðskiptavinir, unnið er að uppfærslu heimasíðunnar.

 

Vestfirskir verktakar og Tígur með lægstu tilboð

- 07/04/2014
Núverandi stöðvarhús Fossárvirkjunar
Núverandi stöðvarhús Fossárvirkjunar
Tígur ehf. bauð lægst í lagningu þrýstipípu Fossárvirkjunar í Engidal í Skutulsfirði og Vestfirskir verktakar buðu lægst í byggingu stöðvarhúss virkjunarinnar. Tilboðin voru opnuð í síðustu viku. Ný Fossárvirkjun var boðin út í fyrrasumar en öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru yfir kostnaðaráætlun. Orkubú Vestfjarða breytti hönnun verksins áður en það var boðið út að nýju. Þrýstipípan var stytt, nýtt stöðvarhús fært nær núverandi stöðvarhúsi og útboðið tvískipt, en í fyrra voru lagning þrýstipípu og bygging stöðvarhúss í einu og sama útboðinu. Lagningu þrýstipípunnar skal vera að fullu lokið í byrjun október 2014. Verklok byggingar stöðvarhúss eru áætluð 15. nóvember 2014 en bygging hússins skal þó vera það langt komin 15. ágúst að niðursetning vélar og búnaðar geti hafist.

b) Tilboð í byggingu stöðvarhúss Fossárvirkjunar. Fjögur tilboð bárust: 

- Vestfirskir verktakar 55.390.494 kr. 
- Geirnaglinn ehf. 69.731.630 kr. 
- Jón Finnbogi Gíslason 87.290.300 kr. 
- ÍAV 89.280.067 kr. 

Kostnaðaráætlun verkkaupa: 68.214.663 kr. 


Tilboðin verða nú yfirfarin og kemur fljótlega í ljós við hvern verður samið, en reiknað er með að samið verði við lægstbjóðanda. 

Tekið af bb.is

Daníel Freyr í 3. sæti í trésmíði

- 12/03/2014
Daníel Freyr Jónsson, húsasmíðanemi við Menntaskólann á Ísafirði, hafnaði í þriðja sæti í trésmíði á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi. Alls tóku sautján nemendur frá MÍ þátt í mótinu og hafði hópurinn góðan stuðning að vestan en verslunin Smiðjan á Ísafirði gaf þeim öllum boli sem þeir notuðu á mótinu og Fánasmiðjan á Ísafirði sá um að prenta á bolina. Gamla bakaríið sá svo til þess að hópurinn væri vel nestaður á leiðinni suður. 

Frétt af bb.is
« Fyrri síða Síða 1 af 28 Næsta síða »
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28