Leita á síđunni:

 

Íbúđarhús viđ Selakirkjuból

Guđlaug Ađalrós - 18/10/2010
Selakirkjuból í Önundarfirđi
Selakirkjuból í Önundarfirđi
« 1 af 14 »
Vestfirskir verktakar fengu nýverið það skemmtilega verkefni að byggja íbúðarhús í torfbæjarstíl við Selakirkjuból í Önundarfirði. Húsið er staðsteypt með steyptu lofti og torfi á þaki. Garðar Sigurgeirsson hefur yfirumsjón með verkinu sem miðar vel. Langt er komið með að steypa upp húsið og að því loknu verður hafist handa við frágang utanhúss.

Vestfirskir verktakar međ lćgsta bođ

Guđlaug Ađalrós - 29/06/2010
Íţróttahúsiđ á Torfnesi
Íţróttahúsiđ á Torfnesi
Vestfirskir verktakar ehf. á Ísafirði buðu lægst í verkið „Íþróttahúsið á Torfnesi, gólfefni“. Tveir aðilar buðu í verkið en kostnaðaráætlun hljómaði upp á 7.366.000 krónur. Vestfirskir verktakar ehf. buðu 7.605.400 krónur en Spýtan ehf. á Ísafirði bauð 8.905.840 krónur. Bæjartæknifræðingur hefur lagt til að samið verði við Vestfirska verktaka ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sú tillaga verði samþykkt.

Tekið af bb.is

Unniđ á fullu inni í göngunum

Guđlaug Ađalrós - 29/06/2010
Óshlíđ
Óshlíđ
Framkvæmdir við Bolungarvíkurgöng ganga vel. „Við erum nú að vinna í uppsetningu vatnsklæðningar og lagningu fráveituröra. Við erum svona ívíð á eftir áætlun en verið er að vinna á fullu í innivinnu í göngunum,“segir Rúnar Ágúst Jónsson, staðarstjóri Ósafls sem annast framkvæmdirnar. Samkvæmt áætlun eiga göngin að opna fyrir almenning 15. júlí í ár. Ósafl hf., mun sjá um alla vinnu við klæðningar og fráveitulagnir. Rafskaut ehf á Ísafirði sér um rafmagnsvinnu í göngunum og standa þær fram á sumar. Vestfirskir verktakar hafa séð um öll steypt mannvirki sem tengjast göngunum, svo sem brýr og vegaskála. „Við höfum lagt okkur í lima við að fá Vestfirðinga í störfin og hefur samstarfið bæði við heimamenn og verkkaupa gengið mjög vel,“ segir Rúnar.

Göngin verða 8,7 metra breið og 5,1 kílómetri að lengd. Einnig er verið að byggja um 310 metra langa steinsteypta vegskála, og 3 kílómetra langa vegi og tvær 15 metra langar steinsteyptar brýr. Kostnaður við göngin er áætlaður um 5 milljarðar króna.

Tekið af bb.is

Mjóafjarđarbrú opnuđ fyrir umferđ

Guđlaug Ađalrós - 04/09/2009
Kristján Möller samgönguráđherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
Kristján Möller samgönguráđherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
« 1 af 2 »
Mikill mannfjöldi var saman kominn í Mjóafirði í dag þegar Kristján Möller, samgönguráðherra, opnaði formlega 130 metra langa stálbrú í Ísafjarðardjúpi. Þar með var tekinn í notkun nýr vegarkafli frá Eyri í Ísafirði að Hörtná í Mjóafirði. Fyrsti bíllinn til að aka yfir brúna eftir formlega opnun hennar var bifreið samgönguráðherra en mikil umferð var á strax á fyrstu mínútunum eftir opnunina. Eftir athöfnina var haldið samsæti í Reykjanesi þar sem borðin svignuðu undan kræsingum en þar voru saman komnir um 170 gestir. Margir héldu tölu í tilefni af þessum merka áfanga en í ræðu samgönguráðherra kom fram að hann vonaði að önnur fagnaðarstund yrði í þessum mánuði og vitnaði þar til nýs vegar um Arnkötludals sem stefnt er að verði opnaður fyrir veturinn.

Vegarkaflinn frá Eyri í Ísafirði að Hörtná í Mjóafirði er samtals 28,1 km að lengd. Á þessum vegarkafla eru þrjár brýr samtals 200 m að lengd. Verkið hófst árið 2005 og var unnið í þremur útboðsverkum sem gerð er grein fyrir hér á eftir. Vegir og brýr á Reykjafjörð og Vatnsfjarðarós voru teknar í notkun haustið 2008 og notaðir yfir veturinn. Nú er verkinu að mestu lokið en eftir nokkur frágangur og uppsetning vegriða.

Vegir og brýr á Reykjafjörð og Vatnsfjarðarós voru hannaðar af starfsmönnum Vegagerðarinnar, en brú á Mjóafjörð af verkfræðistofunni Eflu (áður Línuhönnun). Verktaki við vegagerð í öllum verkunum var KNH ehf. Ísafirði en með honum voru Vestfirskir verktakar ehf. Ísafirði við brúargerð, ásamt ýmsum undirverktökum. Starfsmenn Vegagerðarinnar sáu um eftirlit ásamt Tækniþjónustu Vestfjarða á Ísafirði.

Tekið af bb.is