Leita á síđunni:

 

"Svarta pakkhúsiđ" á Flateyri flytur búferlum

Guđlaug Ađalrós - 08/12/2011

Vestfirskir verktakar fengu á dögunum það skemmtilega verkefni að flytja elsta hús Flateyrar "Svarta pakkhúsið" um set. Við sameiningu Ísafjarðar, Flateyrar og Suðureyrar eignaðist Ísafjarðarbær húsið. Undanfarin ár hefur Minnjasjóður Önundarfjarðar unnið ötullega að því að finna pakkhúsinu nýtt hlutverk. Fyrirhugað er að húsið verði sýningarhús utan um harðfisk- og skreiðarverslun á Íslandi og er flutningurinn fyrsta skrefið í að það verði að veruleika. Flutningurinn var vel undirbúinn og gekk vel þrátt fyrir smá éljagang.

Í samtali við Jóhönnu Kristjánsdóttur, Flateyri, kom fram að "Svarta pakkhúsið" sem í matsgerðum ber nafnið Fiskgeymsluhúsið var byggt árið 1867 af Hjálmari Jónssyni verslunarmanni til geymslu á saltfiski og stóð fyrir aftan verslunarhúsnæði sem hann átti og rak. 1883 eignaðist Ásgeirsverslun húsið og var í eigu hennar til ársins 1918 þegar sameinuðu íslensku verslanirnar tóku við rekstrinum. Framan á húsinu er skilti þar sem ritað er bæði á íslensku og dönsku "Sameinuðu Íslensku Verzlanirnar" og er frá þeim tíma. Í kringum 1925 eignaðist Kaupfélag Önfirðinga bæði verslunina og fiskgeymsluhúsið. Árið 1956 flutti Kaupfélagið í nýtt verslunarhúsnæði ofar í götunni og hefur Svarta pakkhúsið verið notað til ýmissa hluta síðan.

Framkvćmdir á upptökubraut ađ ljúka

Guđlaug Ađalrós - 11/10/2011
Upptökubrautin í Súđavíkurhöfn
Upptökubrautin í Súđavíkurhöfn
« 1 af 3 »
Verið er að leggja lokahönd á upptökubraut fyrir smábáta innan við Frostabryggju í Súðavík. Það eru Vestfirskir verktakar sem séð hafa um uppsetningu brautarinnar, en að sögn Ómars Más Jónssonar, sveitarstjóra í Súðavík er hér um að ræða mikið mannvirki sem mun koma sér vel fyrir smábátaeigendur. „Hér hefur verið mikil þjónusta við sjóstangaveiðimenn síðan 2006. Smábátum hefur fjölgað töluvert en aðstaða fyrir þá hefur ekki verið góð og í raun ekki til staðar. Súðavíkurhreppur hefur verið með þetta verkefni í deiglunni í um sex ár en þetta er eitt af þeim verkefnum sem við getum sótt um að Siglingastofnun taki þátt í að fjármagna með okkur,“ segir Ómar Már um tilkomu upptökubrautarinnar.

Tekið af bb.is

Nýrri vélarsamstćđu komiđ fyrir í Mjólká

Guđlaug Ađalrós - 02/09/2011
Ljósm: Steinar R. Jónasson
Ljósm: Steinar R. Jónasson
« 1 af 2 »
Fyrsti hlutinn í nýrri vélarsamstćđu Mjólkárvirkjunar var hífđur inn í hús í dag. Vestfirskir verktakar ehf., hafa unniđ ađ stćkkun og breytingu á stöđvarhúsi virkjunarinnar frá ţví í byrjun apríl og hafa sjö menn ađ jafnađi unniđ viđ verkiđ og allt upp í tólf á álagstímum. Steinar R. Jónasson, stöđvarstjóri, segir verkiđ vel á veg komiđ og framkvćmdina á áćtlun. „Steypuvinnan hefur gengiđ vel og búiđ er ađ gera kjallaran klárann fyrir vatnsrásina ađ vatnshverflinum. Sjálf túrbínan verđur síđan steypt föst um miđjan júlí. Síđan verđur gert hlé á vélaruppsetningu fram yfir verslunarmannahelgi. Ţá tekur viđ mánađar törn og er reiknađ međ ađ hćgt verđi ađ hleypa vatni á vélina um miđjan september og prófunum verđi lokiđ fyrir 1. október,“ segir Steinar....

Framkvćmdir hafnar viđ byggingu íbúđa aldrađra

Guđlaug Ađalrós - 02/09/2011
Ljósm: Víkari.is
Ljósm: Víkari.is
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýrra íbúða aldraðra í Bolungarvík. Smiðirnir Jón Sveinsson og Sigurður Z. Ólafsson eru meðal þeirra sem vinna við byggingu hússins og vonast þeir til að hægt verði að byrja að steypa í þessari viku. Gert er ráð fyrir að húsið verði orðið fokhelt í desember en um er að ræða þriggja hæða hús ásamt kjallara. Notast verður við sama stigagang og eldri íbúðir aldraðra, og verður það því samtengd sjúkraskýlinu. Nýja byggingin er reist við Aðalstræti. Alls verða 15 íbúðir í húsinu og verða þær 70-90 fermetrar að stærð hver um sig. Það er Byggingarfélag heldri borgara í Bolungarvík sem stendur að baki framkvæmdinni en byggingaverktaki hússins er Vestfirskir verktakar ehf.

Frá þessu var greint á vikari.is. Tekið af bb.is