Leita á síðunni:

 

Fyrsta skóflustungan að nýjum íbúðum aldraðra

- 27/06/2011

Það var stór dagur hjá eldri borgurum í Bolungarvík í dag þegar Ingibjörg Guðfinnsdóttir tók fyrstu skóflustunguna að nýjum íbúðum aldraðra í bænum. Það er  Byggingarélag heldri borgara í Bolungarvík sem stendur að baki byggingunni.


Í tilefni af fyrstu skóflustungunni að húsinu var haldin falleg athöfn þar sem Kristný Pálmadóttir, væntanlegur íbúi í húsinu, hélt stutta tölu og séra Agnes Sigurðardóttir blessaði framkvæmdirnar.

 

Húsið mun standa við Aðalstræti og mun með sameiginlegum stigagangi tengjast öðrum íbúðum fyrir aldraða sem eru í eigu Bolungarvíkurkaupstaðar. Um er að ræða þriggja hæða byggingu sem mun telja 15 íbúðir sem eru 70 - 90 fermetrar að stærð en auk þess er rúmgóður kjallari undir allri byggingunni. Áætlað er að verð minni íbúðanna verði 19 milljónir en að þær stærri kosti 24 milljónir.


Framkvæmdir við íbúðir aldraðra verða í höndum Vestfirskra verktaka ehf og er reiknað með að það taki 18 mánuði að fullklára bygginguna en stefnt er að því að húsið verði orðið fokhelt 1. desember næstkomandi.

 

Tekið af vikari.is

 

Meðfylgjandi mynd frá athöfninni tók Margrét Lilja Pétursdóttir.

Vestfirskir verktakar endurmúra Pollgötublokkina

- 20/06/2011
« 1 af 2 »
Vestfirskir verktakar áttu lægsta tilboðið í viðgerðir á blokkinni við Pollgötu á Ísafirði. Tilboðið hljóðaði upp á 15,7 milljónir króna en ísfirska fyrirtækið Spýtan bauð einnig í verkið. Felst verkið í að endurmúra útveggi blokkarinnar og mála. Samkvæmt útboðslýsingu eru áætluð verklok í byrjun september.
Tekið af bb.is

Vestfirskir buðu lægst

- 16/06/2011
Dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði
Dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði
Vestfirskir verktakar ehf., átti lægsta tilboð í þakviðgerðir á húsnæði Dvalarheimilisins Hlífar á Ísafirði. Þrjú fyrirtæki buðu í verkið, GÓK-húsasmiðiði, Ísblikk og Vestfirskir verktakar. Öll fyrirtækin skiluðu inn tveimur tilboðum, annars vegar fyrir aluzink þakefni og hins vegar fyrir litað bárujárn. Tilboð Vestfirskra verktaka var lægst í báðum tilfellum. Bæjarráð hefur samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Tekið af bb.is

Jón Þorláksson lætur af störfum

- 14/06/2011
« 1 af 4 »
Jón Þorláksson múrari hefur starfað hjá Vestfirskum verktökum allt frá stofnun fyrirtækisins í lok árs 2003. Nonni lét af störfum sökum aldurs á dögunum og var af því tilefni kvaddur með pompi og prakt á kaffistofu Vestfirskra.

Það væri ólíkt Nonna að ætla sér að fara að liggja með tærnar upp í loft og eru margvísleg verkefni framundan hjá honum á komandi sumri á milli þess sem hann mun þeysast landshornanna á milli með tjaldvagninn í eftirdragi. Um leið og Vestfirskir verktakar þakka Nonna fyrir vel unnin störf óska þeir honum alls hins besta.