Leita á síðunni:

 

Vestfirskir verktakar sjá um stúkubygginguna

- 04/09/2012
Jóhann Torfa f.h ST2012 og Hermann 
f.h. Vestfirskra verktaka takast í hendur.
Jóhann Torfa f.h ST2012 og Hermann f.h. Vestfirskra verktaka takast í hendur.
Eignarhaldsfélagið ST2012 gekk á laugardag til samninga við Vestfirska verktaka um byggingu á fyrsta áfanga áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði, en verkið felst í uppsteypingu og smíði áhorfendabekkja. Tvö tilboð bárust í verkið, frá GÓK verktökum í Bolungarvík og Vestfirskum Verktökum á Ísafirði. Vestfirskir verktakar áttu lægra tilboð og því var gengið til samninga við þá. 

Að sögn Jóhanns Torfasonar, forsvarsmanns ST2012 eru áætluð verklok á fyrsta áfanga í nóvember á þessu ári. BB sjónvarp var á staðnum og myndaði undirskriftina.

Tekið af bb.is