Leita á síðunni:

 

Þakið á Selabóli tyrft

- 14/06/2011
Unnið var að því á dögunum að tyrfa þak hússins að Selakirkjubóli í Önundarfirði og líður nú senn að því að íbúðarhúsið verði klárt til innflutnings.

Rífandi gangur við Mjólkárvirkjun

- 10/06/2011
Hálfnað verk þá hafið er.....
Hálfnað verk þá hafið er.....
« 1 af 15 »
Vestfirskir verktakar vinna nú að stækkun stöðvarhúss Mjólkárvirkjunar. Fyrsta skóflustungan var tekin í byrjun apríl og miðar verkinu vel að sögn Sveins Inga sem hefur yfirumsjón með verkinu.

Starfsmaður kvaddur

- 02/05/2011
Sigurður Hannesson kvaddur
Sigurður Hannesson kvaddur

Sigurður Hannesson ákvað að láta af störfum sökum aldurs eftir rúmlega 4 ára farsælt starf hjá Vestfirskum Verktökum.
Hann kemur ekki til með að setjast alveg í helgan stein í sumar heldur ætlar hann að fara að sinna  viðhaldsverkum á eigin húsnæði.
Um leið og við þökkum Sigurði fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar á komandi árum. 

Pílumót í tilefni af Góu

- 08/03/2011
Sigurliðin með verðlaunagripina
Sigurliðin með verðlaunagripina
« 1 af 5 »
Æsispennandi pílumót var haldið á verkstæði Vestfirskra á föstudaginn var. Sex tvímenningslið kepptu um stórglæsilega vinninga sem voru að þessu sinni í boði Steypustöðvarinnar og Húsasmiðjunnar. Keppt var eftir leikreglum Double Trouble sem snýst um að hitta tvöföldu reitina, 20, 19, 18, 17, 16, 15 og svo búllið. Keppninni lauk með naumum sigri þeirra Hemma Þorsteins og Jónasar Skúla eftir æsispennandi bráðabana við Olla og Þórhall sem skipuðu annað sæti en þriðja sæti hrepptu skrifstofublókin Ingimar og Súðvíkingurinn Loftur.