Leita á síðunni:

 

Fulltrúar Samskipa í heimsókn

- 17/04/2007
Kristín og Guðjón frá Samskipum
Kristín og Guðjón frá Samskipum
Kristín Hálfdánsdóttir rekstrarstjóri Samskipa á Ísafirði og Guðjón Þ. Guðmundsson viðskiptastjóri innanlandsdeildar Samskipa brugðu undir sig betri fætinum í dag og litu í heimsókn á skrifstofu Vestfirskra verktaka. Þau komu færandi hendi með síðbúin dagatöl full af girnilegum mataruppskriftum, titanium penna og minnisblokkir sem koma sér svo sannarlega vel. Viljum við þakka þeim kærlega fyrir komuna og okkur.

Stefnt að því að afhenda Edinborgarhúsið um sjómannadagshelgina

- 16/04/2007
Edinborgarhúsið
Edinborgarhúsið
Stefnt er að því að afhenda Edinborgarhúsið á Ísafirði í kringum sjómannadagshelgina, en framkvæmdir við lokaáfanga hússins ganga vel. „Það er farið að líða á seinni hálfleik í framkvæmdunum og þetta hefur gengið vel“, segir Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Vestfirskra verktaka sem hefur verkið í höndum. „Þarna verður meðal annars 100 sæta veitingastaður en ekki er búið að semja við neinn um reksturinn og er hér með lýst eftir rekstraraðilum....

Aðeins ein íbúð óseld í Bræðratungu

- 11/04/2007
Skógarbraut
Skógarbraut
Vestfirskir verktakar hafa nú lagt lokahönd á síðustu íbúðina í Bræðratungu.

Íbúðin er til sölu hjá Skeiði ehf. Um er að ræða afar rúmgóða þriggja herbergja 124,7 m2  íbúð á neðri hæð hússins sem stendur nær bænum. Íbúðin er fullbúin innréttingum og gólfefnum og tilbúin til afhendingar.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 456 6600

Edinborgarhúsið

- 26/03/2007
Bergsteinn brosir hringinn, enda ánægður með gang mála
Bergsteinn brosir hringinn, enda ánægður með gang mála
« 1 af 4 »

Aðspurður um gang framkvæmda sagði Bergsteinn Gunnarsson verkefnisstjóri að framkvæmdir gengju mjög vel og væru á undan áætlun, en afhenda á húsið þann 1. júní næstkomandi.