Leita į sķšunni:

 

Samiš verši viš Vestfirska verktaka

- 28/05/2013
Olķutankarnir verša fęršir į Mįvagarš
Olķutankarnir verša fęršir į Mįvagarš
Þrjú tilboð bárust í uppsetningu stálþils, lagnir og þekju á Mávagarði sem boðið var út fyrir stuttu. Vestfirskir verktakar á Ísafirði áttu lægsta boð og hefur bæjarráð Ísafjarðarbæjar lagt til að gengið verði til samninga við fyrirtækið, að uppfylltum hæfniskröfum og samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins.

Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 1. október. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar hljóðaði upp á 31.681.960 krónur og var tilboð Vestfirskra verktaka 89,8% af þeirri upphæð, eða 28.463.984 krónur. Aðrir sem lögðu inn tilboð voru Geirnaglinn ehf og Íslenska gámafélagið ehf., sem bæði voru töluvert yfir kostnaðaráætlun.

Olíutankar Olíudreifingar verða settir upp á Mávagarði, en farg var sett á lóðina síðasta haust og hefur bærinn fylgst með sigi landsins síðan.

Tekið af bb.is