Leita á síğunni:

 

Steypuvinna hafin viğ Grunnskólann

Guğlaug Ağalrós - 02/08/2006
Steypuvinna hafin viğ sökkla
Steypuvinna hafin viğ sökkla
Framkvæmdir eru komnar á fullt við byggingu nýs Grunnskóla á Ísafirði. Byrjað er að steypa sökkla og er kominn stór byggingarkrani á svæðið. Byggja á nýja tengibyggingu á milli nýja barnaskólans og þess gamla og mun því núverandi tengibygging víkja.

Einnig er áætlað að byggja viðbyggingu við gamla barnaskólann í áttina að húsinu sem áður hýsti verslunina Björnsbúð en hýsir nú hárgreiðslustofu og verslun á jarðhæð.

Vestfirskir verktakar voru lægstbjóðendur í verkið og sjá um framkvæmdina sem á að vera tilbúin haustið 2008. Þá er einnig að vera rífa upp Kaupfélagsplanið en það hefur verið leiksvæði grunnskólabarna undanfarin ár en gamalt malbik var á því ásamt því að það var steypt að hluta en helluleggja á planið og mun það áfram vera leiksvæði.

(Tekið af bb.is)

Endurbygging bensínstöğvarinnar á Ísafirği á áætlun

Guğlaug Ağalrós - 17/06/2006
Nıtt áfyllingarplan bensínstöğvarinnar
Nıtt áfyllingarplan bensínstöğvarinnar
« 1 af 3 »
Vestfirskir verktakar ehf. hafa unnið bæði dag og nótt við endurbyggingu nýrrar bensínstöðvar á Ísafirði. Eins og gefur að skilja þá er verktími mjög knappur þar sem sumarið er háannatími bensínstöðva. Að sögn Hermanns Þorsteinssonar hjá Vestfirskum verktökum er verkið á áætlun og útlit fyrir að settum markmiðum verði náð.

Í vikunni var áfyllingarplan við bensíndælur steypt, dúkur lagður á þak og nú er verið að setja glugga í húsið. Bensínstöðina á að stækka í um 200 m² og færa hana í nútímalegt horf. Allar dælur verða endurnýjaðar, sjálfsali settur upp og skyggni reist yfir dælurnar.

(Tekið af bb.is)

Şriğja íbúğin í Bræğratungu seld

Guğlaug Ağalrós - 10/04/2006
Nıir eigendur undirrita samning
Nıir eigendur undirrita samning
Vestfirskir verktakar undirrituðu á dögunum samning um sölu á þriðju íbúðinni að Skógarbraut 3 og 3a í Bræðratungu. Tvær íbúðir hafa verið afhentar er eftir er að ganga frá fimm íbúðum í húsunum tveimur í Bræðratungu. Þær eru á bilinu 90 til 150 fermetrar að stærð og eru óseldar.

Mikill áhugi er á íbúðunum, að sögn Hermanns Þorsteinssonar hjá Vestfirskum verktökum, en verðmæti þeirra fer mikið eftir því á hvaða stigi fólk vill taka við þeim. Skógarbraut 3 og 3a eru í hlíðinni ofan við golfvöllinn, og var þar rekið sambýli og þjónustumiðstöð fyrir fatlaða í tvo áratugi, en verktakar hafa unnið að breytingum á húsinu um nokkurt skeið.

(Tekið af bb.is)

Tæknişjónusta Vestfjarğa og Vestfirskir verktakar styrkja Raggagarğ

Guğlaug Ağalrós - 09/01/2006
Hermann afhendir Vilborgu lyklana
Hermann afhendir Vilborgu lyklana
Vestfirskir verktakar afhentu í dag Vilborgu Arnarsdóttur frumkvöðli að Raggagarði, fjölskyldugarðs Vestfjarða í Súðavík, lykla af salernishúsi sem smíðað var fyrir garðinn. Sveinn Lyngmó hjá Tækniþjónustu Vestfjarða hannaði húsið og Vestfirskir Verktakar smíðuðu það. Húsið var klárað rétt fyrir áramót og var flutt til Súðavíkur á þrettándanum.

Tækniþjónusta Vestfjarða og Vestfirskir Verktakar styrktu Raggagarð alfarið um hönnun og smíði. Húsið verður svo fest niður á réttan stað um leið og vorar. Raggagarður var opnaður formlega í ágúst en hann er staðsettur í ytri byggð Súðavíkur.

(Tekið af bb.is)