Leita á síðunni:

 

Djúpvegur fær verðlaun

- 04/03/2013
Hermann og Sveinn Ingi ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra
Hermann og Sveinn Ingi ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra
Hönnun og frágangur við vegagerð Djúpvegs (61) Eyri/Reykjanes – Hörtná, fékk í gær sérstaka viðurkenningu Vegagerðarinnar, Vörðuna. Á þriggja ára fresti veitir Vegagerðin viðurkenninguna vegna hönnunar og frágangs vegamannvirkja. Vestfirskir verktakar tóku við viðurkenningu úr hendi Hreins Haraldssonar vegamálastjóra, en fyrirtækið sá um byggingu Mjóafjarðarbrúar. Tilgangurinn með veitingu Vörðunnar er að efla vitund um útlit og frágang mannvirkja meðal starfsmanna og verktaka Vegagerðarinnar, stuðla að umræðu þar um og að vitna um ákveðinn vilja yfirstjórnarinnar á þessu sviði....

Framkvæmdum við áhorfendastúku á Torfnesi miðar ágætlega

- 04/12/2012
Áhorfendastúkan Torfnesi
Áhorfendastúkan Torfnesi
Þrátt fyrir rysjótt veðurfar hefur vinna við byggingu 540 sæta áhorfendastúku á Torfnesi gengið framar vonum. Vestfirskir verktakar vinna nú að fyrsta áfanga verksins og að sögn Hermanns Þorsteinssonar hjá Vestfirskum verktökum miðar verkinu sæmilega og hafa tafir vegna veðurs einungis verið 2-3 dagar síðustu misserin. Haldið verður áfram á meðan veður leyfir en í verkinu felst uppsteypa og smíði áhorfendabekkja og að koma fyrir forsteyptum einingum sem mynda gólf stúkunnar og jafnfram loftið yfir skotsal undir efstu hæðum hennar. Áhorfendastúkan verður þá fullkláruð að utan, en innra rými fokhelt. 

Þegar verktakarnir hafa lokið sínum hluta verksins munu Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar sjá um og kosta sjálft uppbyggingu æfinga- og félagsaðstöðu í innra rými. Og aðstandendur ST2012 sjá um lokafrágang við stoðvegg og dren að baki stúkunnar, jarðvegsfrágang og fleira sem tilheyrir fyrsta áfanga verksins. 

Eignarhaldsfélagið ST2012 var stofnað af áhugafólki um byggingu stúkunnar, en Jóhann Torfason er í forsvari fyrir þann hóp. Að sögn Jóhanns er reiknað með því að fyrsti áfangi framkvæmdanna verði fullfrágenginn áður en leiktíð hefst á komandi vori, en fyrsti leikur ársins er venjulega haldinn í maí. í öðrum áfanga felst síðan frágangur félaga- og klúbbaðstöðu og bygging þaks yfir stúkuna. Félagið gerði samning við Ísafjaðrabæ um að bærinn tæki yfir mannvirkið að fyrsta áfanga loknum og tæki þá jafnframt að sér að ljúka verkinu.

Tekið af bb.is

Vestfirskir verktakar fá D-vottun

- 04/12/2012
Ferdinand Hansen frá SI afhendir Hermanni viðurkenningu um D-vottun
Ferdinand Hansen frá SI afhendir Hermanni viðurkenningu um D-vottun
Vestfirskir verktakar ehf., hafa staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og fengið D-vottun. Fyrirtækið er það fyrsta á Vestfjörðum sem fær vottun SI. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Vestfirskir verktakar voru stofnaðir 8. október 2003 þegar starfsemi þriggja fyrirtækja, Eiríks og Einars Vals hf., GS trésmíði og Múrkraftur, sameinuðust. Markmið Vestfirskra verktaka er að veita alhliða fyrsta flokks þjónustu á sviði nýbygginga, almenns viðhalds og endurbóta. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 25 manns en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Skeiði 3, Ísafirði. 

Að sögn Hermanns Þorsteinssonar eins eiganda Vestfirskra verktaka hefur fyrirtækið lengi unnið eftir skilgreindu gæðakerfi Samtaka iðnaðarins en það er fyrst nú sem þeir ákveða að leggja í sjálft vottunarferlið. D-vottun er fyrsta þrepið á þeirri vegferð og reiknar Hermann með því að þeir muni sækja um C-vottun sem er næsta þrep og sjá svo til með framhaldið. Hermann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að þróa gæðastjórnun og eftirlit jafnt og þétt enda fari kröfur af hálfu verkkaupa sífellt vaxandi.

Tekið af bb.is

Vestfirskir verktakar sjá um stúkubygginguna

- 04/09/2012
Jóhann Torfa f.h ST2012 og Hermann 
f.h. Vestfirskra verktaka takast í hendur.
Jóhann Torfa f.h ST2012 og Hermann f.h. Vestfirskra verktaka takast í hendur.
Eignarhaldsfélagið ST2012 gekk á laugardag til samninga við Vestfirska verktaka um byggingu á fyrsta áfanga áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði, en verkið felst í uppsteypingu og smíði áhorfendabekkja. Tvö tilboð bárust í verkið, frá GÓK verktökum í Bolungarvík og Vestfirskum Verktökum á Ísafirði. Vestfirskir verktakar áttu lægra tilboð og því var gengið til samninga við þá. 

Að sögn Jóhanns Torfasonar, forsvarsmanns ST2012 eru áætluð verklok á fyrsta áfanga í nóvember á þessu ári. BB sjónvarp var á staðnum og myndaði undirskriftina.

Tekið af bb.is