Leita á síðunni:

 

Næst stærsta steypa aldarinnar á Vestfjörðum!

- 16/01/2009
Brúargólf yfir Ósá
Brúargólf yfir Ósá
« 1 af 11 »
Brúargólf yfir Ósa í Bolungarvík var steypt síðastliðinn föstudag en það var næststærsta steypa aldarinnar en sú stærsta var brúin yfir Reykjafjörð sem steypt var síðastliðið sumar. Brúargólfið yfir Ósá er 32 metrar að lengd og 9,5 metri að breidd. Í gólfið fóru 264 rúmmetrar eða um það bil 44 steypubílar. Að sögn Garðars Sigurgeirssonar, yfirbrúarsmiðs gekk mjög vel, en það tók 12 menn 20 klukkutíma að steypa gólfið. Veður var fínt, smá éljagangur og verkið gekk eins og til stóð.