Leita á síðunni:

 

Brú yfir Mjóafjörð

- 20/11/2007
Fyrirhuguð brúarstæði
Fyrirhuguð brúarstæði
« 1 af 4 »

Hafin er vinna við þriðju og síðustu brúna inni í Ísafjarðardjúpi. Brúin yfir Mjóafjörð er jafnframt sú lengsta af brúnum þremur eða um 127,7 metra löng og því ríflega helmingi stærri en brúin yfir Reykjafjörð. Unnið er að því að fleyga berg og jafna undir landstöpla.

Að sögn Sveins Inga Guðbjörnssonar er búið að flytja aðstöðuna úr Reykjafirði, skúra, tæki og efni, yfir í Mjóafjörð og því ekkert að vanbúnaði að hefjast handa við stöplana um leið og jarðvinnu lýkur svo framarlega sem ekki verði að gera hlé á verkinu vegna veðurs.