Framkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði á áætlun
- 28/08/2007
Að sögn Garðars Sigurgeirssonar yfirumsjónamanni framkvæmda við Grunnskólann á Ísafirði er verkið á áætlun. Langt er komið með að pússa og múra skólann að utan. Framkvæmdum við þakið lauk í síðustu viku þar sem fjörugrjót úr Óshlíð var steypt niður á þak hússins. Framundan er lagna- og múrvinna innanhúss auk þess sem vinnu við "Gamla barnaskólann" en framhlið hans verður látinn halda sér í upprunalegri mynd.