Leita ß sÝ­unni:

 

Turn sl÷kkvist÷­varinnar fŠr yfirhalningu

- 28/08/2007
Vinnupallar VV vi­ turn sl÷kkvist÷­varinnar ß ═safir­i
Vinnupallar VV vi­ turn sl÷kkvist÷­varinnar ß ═safir­i
Eins og fram kom í frétt á vef Bæjarins besta hafa glöggir vegfarendur um Fjarðarstrætið á Ísafirði sjálfsagt tekið eftir því að vinnupallar Vestfirskra verktaka hafa risið við turn slökkvistöðvarinnar. Turninn, sem er eitt helsta kennileiti Ísafjarðar, hefur ekki verið bænum til sóma undanfarin misseri, málning að stórum hluta flögnuð af og múrskemmdir miklar. Til stóð að laga turninn á síðasta ári en ákveðið var að fara frekar í framkvæmdir innanhúss sem miðuðu að því að gera aðstöðu starfsmanna betri. Nú er hins vegar komið að turninum og á næstu vikum munu Vestfirskir verktakar gera við múrskemmdir og mála turninn.