Leita á síðunni:

 

Framkvæmdir hafnar á ný í Edinborgarhúsinu

- 04/01/2007
Edinborgarhúsið á Ísafirði
Edinborgarhúsið á Ísafirði
« 1 af 2 »
Stefnt er að því að verkinu verði lokið um mánaðamótin maí og júní. „Þarna verða tveir salir og staðurinn býður upp á gríðarlega möguleika á rekstri veitinga- eða kaffihúss, enda staðsetningin góð og húsnæðið skemmtilegt í gömlum stíl. Það er ekki búið að fá rekstraraðila en nú þegar hafa aðilar utan úr bænum sýnt áhuga. Leiga af þessu rými er hluti af greiðslunni okkar sem við munum framleigja“, segir Hermann.

Hafist var handa við að færa Edinborgarhúsið aftur í upprunalegt horf fyrir um tveimur árum og var unnið að því þar til fjármagn var uppurið. Þá veitti Ísafjarðarbær styrk til endurbyggingar hússins síðasta vor auk þess sem Glitnir afhenti forsvarsmönnum þess 1,5 milljón króna styrk.

Húsið var byggt árið 1907 og er eitt viðamesta timburgrindarhús sem byggt hefur verið á Íslandi. Það var teiknað af Rögnvaldi Á. Ólafssyni sem nefndur hefur verið fyrsti íslenski arkitektinn. Fjölbreytt starfsemi hefur farið fram í Edinborg í gegnum tíðina, en áður en það varð menningarhús var þar meðal annars fiskvinnsla og verslun. Nú er þar til húsa Listaskóli Rögnvalds Ólafssonar, upplýsingamiðstöð ferðamanna og ferðaþjónustufyrirtækið Vesturferðir á sumrin.

(Tekið af bb.is)