Leita á síđunni:

 

Nýrri vélarsamstćđu komiđ fyrir í Mjólká

- 02/09/2011
Ljósm: Steinar R. Jónasson
Ljósm: Steinar R. Jónasson
« 1 af 2 »
Það hefur ekki reynst nauðsynlegt að stöðva raforkuframleiðslu Mjólkárvirkjunar á meðan verið er að koma nýju vélarsamstæðunni fyrir. „Gamla túrbínan í Mjólká II hefur verið keyrð á fullu á meðan verið að koma þeirri nýju fyrir. Það verður þó að stöðva hana eftir að nýja túrbínan er komin á sinn stað en það verður þó ekki nema í rúmar fimm vikur,“ Steinar. „Það var ákveðið að hafa þennan háttinn á og byggja frekar við stöðvarhúsið fyrir nýja hverfillinn í stað þess að koma honum fyrir í vélarstæði gamla hverfilsins. Með því að fara þessa leið þurfum við ekki að stöðva framleiðsluna nema í fáeinar vikur í stað nokkurra mánaða. Núna erum við líka með nægilegt húsrými til að skipta um vélbúnað Mjólká I þegar að því kemur,“ segir Steinar.

Tekið af bb.is