Leita ß sÝ­unni:

 

Jˇn Ůorlßksson lŠtur af st÷rfum

- 14/06/2011
« 1 af 4 »
Jón Þorláksson múrari hefur starfað hjá Vestfirskum verktökum allt frá stofnun fyrirtækisins í lok árs 2003. Nonni lét af störfum sökum aldurs á dögunum og var af því tilefni kvaddur með pompi og prakt á kaffistofu Vestfirskra.

Það væri ólíkt Nonna að ætla sér að fara að liggja með tærnar upp í loft og eru margvísleg verkefni framundan hjá honum á komandi sumri á milli þess sem hann mun þeysast landshornanna á milli með tjaldvagninn í eftirdragi. Um leið og Vestfirskir verktakar þakka Nonna fyrir vel unnin störf óska þeir honum alls hins besta.