Leita á síðunni:

 

Endurbygging bensínstöðvarinnar á Ísafirði á áætlun

- 17/06/2006
Nýtt áfyllingarplan bensínstöðvarinnar
Nýtt áfyllingarplan bensínstöðvarinnar
« 1 af 3 »
Vestfirskir verktakar ehf. hafa unnið bæði dag og nótt við endurbyggingu nýrrar bensínstöðvar á Ísafirði. Eins og gefur að skilja þá er verktími mjög knappur þar sem sumarið er háannatími bensínstöðva. Að sögn Hermanns Þorsteinssonar hjá Vestfirskum verktökum er verkið á áætlun og útlit fyrir að settum markmiðum verði náð.

Í vikunni var áfyllingarplan við bensíndælur steypt, dúkur lagður á þak og nú er verið að setja glugga í húsið. Bensínstöðina á að stækka í um 200 m² og færa hana í nútímalegt horf. Allar dælur verða endurnýjaðar, sjálfsali settur upp og skyggni reist yfir dælurnar.

(Tekið af bb.is)