Leita á síðunni:

 

Gólfplötur steyptar fyrir nýtt skólahúsnæði

- 26/09/2006
Gólfplatan steypt
Gólfplatan steypt
Síðastliðinn fimmtudag steyptu Vestfirskir verktakar gólfplötu í nýju skólahúsnæði Grunnskólans á Ísafirði. Gólfplatan er rúmir 1.000 fermetrar og í hana fara alls um 150 rúmmetrar af steypu.

Að sögn Garðars Sigurgeirssonar, húsasmíðameistara hjá Vestfirskum verktökum, gekk verkið eins og í sögu. „Þetta gekk rosalega vel og við kláruðum þetta á einum degi. Byrjuðum rétt fyrir átta um morguninn og vorum búnir um sjöleytið, svo þetta tók á milli 11 og 12 tíma“, segir Garðar. Þá segir hann verkið allt á áætlun ennþá. „Nú vonum við bara að haustið verði gott, það hefur mikið að segja.“

(Tekið af bb.is)