A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ný rétt í Strandabyggð - Krossárrétt í Bitrufirði

Þorgeir Pálsson | 08. september 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir hlutaðeigandi,

Smíði nýrrar réttar við Krossárósa í Bitrufirði er nú lokið og ber hún nafnið KrossárréttRéttað verður í Krossárrétt laugardaginn 10. september kl 16:00.

Smíði réttarinnar gekk vel, undir vaskri forystu þeirra Ragnars Bragasonar og Reynis Björnssonar ásamt Birni Pálssyni, Jóni Stefánssyni, Magnúsi Sveinssyni, Þórði Sverrissyni og öðrum sem komu að hugmyndavinnu og staðarvali, svo sem; Matthíasi S. Lýðssyni, Ágústi Helga Sigurðssyni, Gretti Erni Ásmundssyni ofl.  Öllum þessum aðilum er þakkað hjartanlega þeirra framlag, sem og landeiganda; Guðjóni Jónssyni, fyrir mjög jákvæðar viðtökur.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti.


Hreinsitækni og losun rotþróa

Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. ágúst 2022

Bíll frá Hreinsitækni verður á ferðinni þriðjudaginn 30.ágúst og losar rotþrær í Strandabyggð norðan Hólmavíkur og vestur í Djúp. Eigendur og íbúar eru vinsamlegast beðin um að aðgengilegt sé fyrir losun.

Tilkynning frá Umf.Geislanum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. ágúst 2022

Vetrarstarf UMFG hefst mánudaginn 29. ágúst.

Enn er unnið að því að fullmanna þjálfarastöður og ef einhver er þarna úti tilbúin í að starfa með okkur þá sendið okkur endilega línu á umf.geislinn@gmail.com

Á skráningarformi má sjá hvað æfingar verða í boði og viljum við vekja athygli á eftirfarandi:

Fyrir skólahreysti á fimmtudögum og skipulagða hreyfistund á föstudögum verður EKKI innheimt æfingajald á vegum Geisla þar sem starfsfólk skólans sinnir þeim æfingum. Til að skrá sig á æfingar smellið hér.

Þá verður einnig Íþróttaskóli í boði fyrir börn á leikskólaaldri. Umsjónaraðili er Kristin Anna Oddsdóttir. Kristín Anna hefur lokið við "þjálfari 1" hjá ÍSÍ. Athygli er vakin á því að tímarnir 10 verða ekki allir í röð en þá daga sem ekki er tími verður salurinn opinn fyrir foreldra að sjá um. Hvetjum við foreldra þátttakenda til að skipuleggja sín á milli nýtingu á þeim tímum með börnum sínum.

08. september tími 1
15. september Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
22. september tími 2
29. september tími 3
6. október tími 4
13. október tími 5
20. október Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
27. október Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
3. nóvember tími 6
10. nóvember tími 7
17. nóvember tími 8
25. nóember tími 9
1. desember tími 10

Skráning þáttöku slóð sem finna má hér.

Íbúafundur Sterkra Stranda

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. ágúst 2022

Boðað er til árlegs íbúafundar um verkefnið Sterkar Strandir. Á íbúafundinum gefst kostur á að ræða framgang verkefnisins.
Þátttaka íbúa skiptir miklu máli og við hvetjum fólk til að fjölmenna.
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sigurður Líndal Þórisson verkefnastjóri 

Kveðja til Húnabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. ágúst 2022

Kæra sveitarstjórn og íbúar Húnabyggðar,

Fyrir hönd íbúa Strandabyggðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar vegna þess harmleiks sem átti sér stað á Blönduósi um helgina. Hugur okkar er hjá ykkur og öllum þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessara atburða.

Sveitarstjórn Strandabyggðar.

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón