Ný leikskólalóð að verða tilbúin!
Þorgeir Pálsson | 23. september 2025
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Eins og flestir sjálfsagt vita, hefur staðið yfir vinna við endubætur á leikskólalóðinni síðan snemma í sumar. Þar hafa farið fremstir í flokki, fyrirtækið Litli Klettur og nú síðast þeir Valgeir Örn Kristjánsson og Sigurður Árni Vilhjálmsson og þeirra fíni hópur. Það er sérlega gleðilegt að segja frá því að nú sér fyrir endann á þessum framkvæmdum og afraksturinn er einstaklega flott, ný leikskólalóð! Við munum blása til formlegs fagnaðar þegar lóðin er alveg tilbúin en þangað til skulum við njóta myndanna.
Kveðja
Þorrgeir Pálsson
oddviti
Eins og flestir sjálfsagt vita, hefur staðið yfir vinna við endubætur á leikskólalóðinni síðan snemma í sumar. Þar hafa farið fremstir í flokki, fyrirtækið Litli Klettur og nú síðast þeir Valgeir Örn Kristjánsson og Sigurður Árni Vilhjálmsson og þeirra fíni hópur. Það er sérlega gleðilegt að segja frá því að nú sér fyrir endann á þessum framkvæmdum og afraksturinn er einstaklega flott, ný leikskólalóð! Við munum blása til formlegs fagnaðar þegar lóðin er alveg tilbúin en þangað til skulum við njóta myndanna.
Kveðja
Þorrgeir Pálsson
oddviti