Útsending frá sveitarstjórnarfundi 1336
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Viðtalstími sýslumanns
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, Jónas B. Guðmundsson, verður til viðtals á skrifstofu embættisins á Hólmavík
milli kl. 10:00 og 12:00 föstudaginn 16. september nk.
Ef óskað er viðtals látið vita á skrifstofunni á Hólmvík í s. 458 2453 eða í netfangið jg@syslumenn.is.
Fundur nr. 1336 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. september kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. 6 mánaða uppgjör Strandabyggðar
2. Forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2026, bréf frá Sigurði Á. Snævarr
3. Viðauki IV
4. Stjórnsýsluskoðun Strandabyggðar
5. Reglur um fjárhagsaðstoð barnaverndarnefndar
6. Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar
7. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups
8. Sameiningarviðræður við önnur sveitarfélög
9. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð
10. Reglur um refa- og minkaveiði
11. Erindi frá Þórdísi Karlsdóttur um leyfi frá nefndarstörfum
12. Fulltrúi og varamaður í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða
Um er að ræða eftirfarandi íbúðir:
Lækjartún 20. Íbúðin er 61,5 m2 og er laus frá 15. september nk. Í íbúðinni er 1 svefnherbergi og sameignlegt rými fyrir eldhús og stofu. Einnig er geymsla í íbúðinni.
Lækjartún 18. Íbúðin er 87,8 m2 og er laus frá 15. október nk. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, eldhús, stofa og geymsla.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25 eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 16. september nk.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Strandabyggðar á opnunartíma, 10:00-14:00 eða í síma 451-3510.
Reglur um útleigu á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar
Samþykktar í sveitarstjórn Strandabyggðar 21. júní 2011
Staða leikskólakennara
Auglýst er staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla. Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hreint sakavottorð
Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknarfrestur er til 15. september 2022.
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang skolastjori@strandabyggd.is