A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarblóm og matjurtaplöntur til sölu við félagsheimilið á Hólmavík 7. júní

| 05. júní 2019

Gróðurhúsið Reykjum Hrútafirði


 Seljum sumarblóm og matjurtaplöntur við félagsheimilið á Hólmavík föstudaginn 7. júní nk. frá kl. 20:00.


Hægt er að panta á símatíma frá kl. 12:30-13:00 í síma 8466122 eða 4510022, einnig í tölvupósti á netfang: olhstef@emax.is



Sumarblómalisti 2019
 


 
...
Meira

Ársreikningur 2018 og breytingar í sveitarstjórn

| 03. júní 2019
« 1 af 2 »

Kæru íbúar Strandabyggðar, Nú liggur ársreikningur 2018 fyrir og í ljós kemur að sveitarfélagið var rekið með tapi. Í þessum stutta pistli langar mig til að rekja helstu ástæður þessa taps, en fyrir þá sem vilja kafa dýpra, bendi ég á heimasíðu eða skrifstofu Strandabyggðar og/eða bara hafa samband beint við mig. Það er alltaf hægt að ræða málin yfir kaffibolla.


 


Ársreikningur 2018


Tekjur Strandabyggðar voru árið 2018 um kr 677 milljónir og eru þar teknar saman tekjur A og B hluta sveitarfélagsins. A hlutinn er sá hluti sem skilar tekjum af skattheimtu og greiðslum jöfnunarsjóðs en B hlutinn nær yfir stofnanir sveitarfélagsins og aðrar rekstrareiningar sem eru fjárhagslega sjálfstæðar og afla tekna með þjónustugjöldum.

...
Meira

Klæðning á götur á Hólmavík

| 03. júní 2019
Sæl öll,

Á næstu dögum kemur slitlagsflokkur frá Borgarverki til að leggja klæðningu á Lækjartún,Víkurtún, Vesturtún, Vitabraut og Austurtún.  Nánari dagsetning verður auglýst síðar, en við hvetjum íbúa í þessum götum til að gera ráðstafanir þegar þar að kemur og leggja bílum sínum annars staðar meðan á framkvæmdum stendur.  

Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Guðbrandsson, Áhaldahúsinu, sími: 892-6909.

Kvennahlaup ÍSÍ

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. maí 2019

 

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir (3km, 5km eða 10km á Hólmavík)

 

04. júni 2019 kl. 16.30 - Íþróttamiðstöðin Hólmavík - Tjaldstæði


Verðin eru óbreitt: 
1.000 kr fyrir börn 12 ára og yngri
2.000 kr fyrir 13 ára og eldri

Allir sem borga og taka þátt fá boli, kristal, Nivea vörur, buff og blöðrur!
Það er frítt í sund fyrir hlaupara eftir hlaup :)

Vinsamlegast sendið skilaboð á ( henrike@strandabyggd.is) eða merkið við á facebook ef þið ætlið að mæta og skrifið hvað margir taka þátt og ég skrái ykkur i hlaupið :)


Hlakka til að sjá ykkur!!
Henrike Stuehff íþróttakennari

 

Nafnasamkeppni

| 28. maí 2019

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir tillögum að nöfnum á félagsheimilið og á íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Sveitarstjórn Strandabyggðar velur úr innsendum tillögum.

Tillögum á að skila inn til tómstundafulltrúa Strandabyggðar á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is  fyrir  10.júní 2019, nöfnin verða svo tilkynnt við setningu Hamingjudaga á Hólmavík þann 28. júní 2019

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón