A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Styrkir vegna fatlaðs fólks

| 24. september 2019


Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018  um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.


Byggðasamlaginu er heimilt að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig  er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða  endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

...
Meira

Landinn fer í jóga á Hólmavík!

| 21. september 2019

Landinn ætlar sér í hringferð um landið á morgun, sunnudag, og halda úti sólarhrings útsendingu eins og frægt er orðið. Strandabyggð verður vissulega heimsótt en hér ætlar Landinn að bregða sér í jóga í Hvatastöðinni og kynna sér um leið fjölbreytta starfsemi í Flugstöðinni. Jógatíminn hefst kl 21:30 og verður gjaldfrjáls og öllum opinn.

Við verðum á rólegu nótunum, losum um gangnaþreytuna og tryggjum okkur góðan svefn í upphafi nýrrar vinnuviku. Esther stýrir tímanum en Hulda tekur við þegar Esther bregður sér frá til að spjalla við fulltrúa Landans. Í komandi viku verður síðan boðið upp á fjölbreytta tíma í Hvatastöðinni; kundalini, hugleiðslu og stólajóga, allt gjaldfrjálst. Í vikulok verða síðan Kærleiksdagar á Drangsnesi svo það skortir ekki tækifærin til að rækta sál og líkama. Fylgist vel með á Facebook-síðu Hvatastöðvarinnar.

Mætum sem flest í Landajóga á sunnudagskvöld kl 21:30 og gefum landanum innsýn í fjölbreytt samfélag á Ströndum.

Göngugreining á Hólmavík 1. október

| 20. september 2019

Ertu með verki í baki, mjöðmum, hnjám eða fótum?
Prófaðu að koma í göngugreiningu.
Göngugreiningar fara fram í Hnyðju.
Bókaðu tíma á heimasíðunni 

https://gongugreining.is/page/boka

eða í síma 55 77 100

Umhverfisátak í Strandabyggð

| 17. september 2019
Sæl öll,

Við höldum nú áfram með Umhverfisátakið í Strandabyggð og í dag kemur fultrúi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og límir miða á númerslausa bíla, vinnuvélar og önnur tæki.  Eftir það hafa eigendur tvær vikur til að ræða við Heilbrigðiseftirlitið og/eða sveitarfélagið um lausn og við hvetjum alla til að hafa samband sem fyrst, þannig að við getum fundið lausn í sameiningu. 

Allar frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is

Aukin laugardagsopnun sundlaugar vegna leita

| 13. september 2019

Sundlaug og pottar verða opin til kl 21 á morgun, laugardag fyrir smala og aðra sem vilja nýta sér aukinn opnunartíma.

Einnig verður opið til 21 laugardagana, 14., 21. og 28. september sem og laugardaginn 5. október.

Kveðja Hrafnhildur

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón