Móttaka nýrra starfsmanna
Við skólann starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram um að veita nemendum og foreldrum þeirra framúrskarandi þjónustu.
Starfsfólk sameinaðs skóla á Hólmavík er hópur faglærðra og ófaglærðra starfsmanna sem vinna saman að því að byggja upp skólastarf þar sem áhersla er lögð á vilja, virðingu, umburðarlyndi og tillitssemi með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Þau starfa undir verkstjórn skólastjórnenda og í náinni samvinnu við nemendur, foreldra þeirra og aðra sem koma að skólastarfinu.
Starfsfólk ber ábyrgð á öllum þáttum skólastarfsins, þar á meðal undirbúningi, framkvæmd og mati. Lögð er áhersla á jákvæða og uppbyggilega vinnustaðamenningu þar sem stuðningur, þekkingarmiðlun og starfsþróun eru í forgrunni.
Móttökuáætlun nýrra starfsmanna er hluti af starfsmannastefnu:
https://docs.google.com/document/d/1v8qSYtkO_HHzZ-5wl6SH1xeZlOBLgCnndAG4NesW85w/edit?usp=sharing
Mars 2025. Næsta endurskoðun 2028