Leita á síđunni:

 

Samningur viđ Ósafl um vegskála Bolungarvíkurganga

- 17/05/2009
Veriđ ađ steypa sökkla vegskála
Veriđ ađ steypa sökkla vegskála
« 1 af 4 »
Um miðjan mars síðastliðinn gerðu Vestfirskir verktakar og Ósafl með sér samning um smíði vegskála Bolungarvíkurganga. Um er að ræða 140 metra langan vegskála við gangnamunnann í Hnífsdal og 130 metra langan vegskála við munnann í Bolungarvík. Smíði vegskálans í Hnífsdal er komin vel af stað og eru menn langt komnir með að steypa sökkla undir vegskálann í Hnífsdal. Áætluð verklok eru í október næstkomandi. Yfirumsjón með verkinu á vettvangi hefur Garðar Sigurgeirsson.