Leita á síðunni:

 

Steypuvinna hafin við Grunnskólann

- 02/08/2006
Steypuvinna hafin við sökkla
Steypuvinna hafin við sökkla
Framkvæmdir eru komnar á fullt við byggingu nýs Grunnskóla á Ísafirði. Byrjað er að steypa sökkla og er kominn stór byggingarkrani á svæðið. Byggja á nýja tengibyggingu á milli nýja barnaskólans og þess gamla og mun því núverandi tengibygging víkja.

Einnig er áætlað að byggja viðbyggingu við gamla barnaskólann í áttina að húsinu sem áður hýsti verslunina Björnsbúð en hýsir nú hárgreiðslustofu og verslun á jarðhæð.

Vestfirskir verktakar voru lægstbjóðendur í verkið og sjá um framkvæmdina sem á að vera tilbúin haustið 2008. Þá er einnig að vera rífa upp Kaupfélagsplanið en það hefur verið leiksvæði grunnskólabarna undanfarin ár en gamalt malbik var á því ásamt því að það var steypt að hluta en helluleggja á planið og mun það áfram vera leiksvæði.

(Tekið af bb.is)