Leita ß sÝ­unni:

 

Vestfirskir verktakar lagfŠra Orkub˙i­

- 24/04/2009
Orkub˙ Vestfjar­a
Orkub˙ Vestfjar­a
„Við erum í minni verkefnum ásamt því að sinna framkvæmdum við breytingar á húsi Orkubús Vestfjarða á Ísafirði,“ segir Hermann Þorsteinsson, einn af eigendum ísfirska verktakafyrirtækisins Vestfirskra verktaka ehf. Lagfæra þarf neðri hæð Orkubúsins vegna sigs á gólfi undanfarin ár og býst Hermann við að framkvæmdirnar taki tvo mánuði. Fyrirtækið bíður eftir að veður fari að skána svo það geti hafið brúarsmíði í Hnífsdal og í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi, en stefnt er að því að framkvæmdir við brýrnar geti hafist fljótlega eftir páska.

Tekið af bb.is