Leita á síðunni:

 

Framkvæmdir við GÍ á áætlun

- 17/10/2007
Framkvæmdir við GÍ á áætlun
Framkvæmdir við GÍ á áætlun

Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði eru á áætlun og eru greiðslur til verktaka eru komnar upp í tæpar 182 milljónir. Vestfirskir verktakar hafa verkið með höndum sem er það stærsta sem hefur verið ráðist í á Ísafirði í mörg herrans ár. Tilboð Vestfirskra verktaka í bygginguna hljóðaði upp á 371 milljón króna er 102,7% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 361 milljón króna.

Verkinu á að vera lokið 1. júlí 2008 og eiga nemendur næsta hausts að hafa aðgang að hinu nýja skólahúsnæði. Fyrsti, annar og þriðji bekkur skólans eru nú í kennslustofum í Kaupfélagshúsinu svonefnda og aðrar þrjár kennslustofur eru á efri hæð Sundhallarinnar. Framkvæmdir hófust í fyrrasumar og þá hafði tengibygging milli gamla skólans og barnaskólans verið rifin. Nýbyggingin sem um ræðir er um 1.800m² að stærð á tveimur hæðum og á að hýsa kennslu í sérgreinum.


Saga húsnæðismála Grunnskólans á Ísafirði er löng og spannar margar bæjarstjórnir en undanfarin misseri hefur mikið verið unnið. Má þar nefna að búið er að endurgera múrhúð á gagnfræðaskóla húsinu, samkomusalurinn hefur verið tekinn í gegn og mötuneyti hefur verið komið upp, búið er að taka í gegn framhlið gamla barnaskólans og margt verið gert í Kaupfélagshúsinu.

Tekið af bb.is