Leita á síðunni:

 

Helga Vala tekur að sér rekstur veitingahúss í Edinborg

- 23/05/2007
Helga Vala með Edinborgarhúsið í baksýn
Helga Vala með Edinborgarhúsið í baksýn

„ Þetta verður kaffihús og veitingahús í bland. Þetta verður ekki búlla, við ætlum að hafa þetta fallegt hús sem gott er að koma inn í og þar sem boðið verður upp á skemmtilega létta rétti, uppákomur og veislur“, sagði Helga Vala í samtali við blaðamann bb.is. Edinborgarhúsið var byggt árið 1907 og er eitt stærsta timburgrindarhús sem byggt hefur verið á Íslandi. Unnið hefur verið að því undanfarin ár að gera Edinborgarhúsið upp. Það var teiknað af Rögnvaldi Á. Ólafssyni sem nefndur hefur verið fyrsti íslenski arkitektinn. Eins og greint hefur verið frá er stefnt að því að húsið verði opnað á sjómannadag.


Fjölbreytt starfsemi hefur farið fram í Edinborgarhúsinu í gegnum tíðina m.a. saltfiskverkun og rækjuvinnsla. Í rúman áratug hafa ýmis félagasamtök unnið að uppbyggingu þess sem menningarmiðstöðvar. Edinborgarhúsið er eitt þriggja menningarhúsa á Vestfjörðum samkvæmt samningi menntamálaráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar.

Tekið af bb.is