Leita á síðunni:

 

Framkvæmdir við GÍ á áætlun

- 15/02/2007
Frá því bakhlið gamla skólans var rifin
Frá því bakhlið gamla skólans var rifin
Framkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði ganga vel að sögn Jóhanns Birkis Helgasonar bæjartæknifræðings. „Verkið telst vera á áætlun, búið er að framkvæma fyrir 21% af verkinu, sem eru 85,5 milljónir. Undanfarnar vikur hafa að jafnaði 2 smiðir og 4 verkamenn verið að störfum við byggingu skólans á vegum Vestfirskra verktaka,

Jóhann á von á að sú tala aukist til muna í sumar, þegar allir iðnaðarmenn verða til taldir. Eins og gengur og gerist þá koma upp ýmis mál við svo stórt verkefni og á dögunum þurfti að brjóta niður steypu sem samsvarar magni úr hálfu bílhlassi en hún stóðst ekki þolpróf. Jóhann segir að þetta hafi verið einangrað tilfelli þar sem einhver mistök hafi átt sér stað hjá framleiðanda.

Verkinu á að vera lokið 1. júlí 2008 og eiga nemendur næsta haust að hafa aðgang að hinu nýja skólahúsnæði. Fyrsti, annar og þriðji bekkur grunnskólans eru nú í kennslustofum í kaupfélagshúsinu og aðrar þrjár kennslustofur eru á efri hæð Sundhallarinnar.

(Tekið af bb.is)