Leita á síðunni:

 

Vestfirskir verktakar stækka skrifstofur Vegagerðarinnar

- 10/08/2005
Hús Vegagerðarinnar á Dagverðardal
Hús Vegagerðarinnar á Dagverðardal
« 1 af 2 »
Vegagerðin hefur gengið frá samningum við Vestfirska verktaka ehf. á Ísafirði um stækkun á skrifstofuhúsnæði stofnunarinnar á Dagverðardal í Skutulsfirði. Um er að ræða 110 fermetra og 373 rúmmetra viðbótarhúsnæði. Samningar voru gerðir í kjölfar útboðs þar sem Vestfirskir verktakar voru lægstir en tilboð þeirra var að upphæð rúmar 23,8 milljónir króna.

Önnur fyrirtæki sem buðu í verkið voru Spýtan ehf. sem bauð rúmar 24,4 milljónir og Ásel ehf. sem bauð tæpar 25,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var rúmar 22,8 milljónir króna og var því tilboðið sem tekið var 4,4% yfir áætlun. Umsvif á skrifstofum Vegagerðarinnar á Ísafirði hafa aukist nokkuð á liðnum árum eftir að hluti af símsvörun þjónustudeildar stofnunarinnar var flutt til Ísafjarðar fyrir nokkrum árum.

(Tekið af bb.is)