Leita á síðunni:

 

Daníel Freyr í 3. sæti í trésmíði

- 12/03/2014
Daníel Freyr Jónsson, húsasmíðanemi við Menntaskólann á Ísafirði, hafnaði í þriðja sæti í trésmíði á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi. Alls tóku sautján nemendur frá MÍ þátt í mótinu og hafði hópurinn góðan stuðning að vestan en verslunin Smiðjan á Ísafirði gaf þeim öllum boli sem þeir notuðu á mótinu og Fánasmiðjan á Ísafirði sá um að prenta á bolina. Gamla bakaríið sá svo til þess að hópurinn væri vel nestaður á leiðinni suður. 

Frétt af bb.is