Leita á síðunni:

 

Framkvæmdir hafnar við byggingu íbúða aldraðra

- 02/09/2011
Ljósm: Víkari.is
Ljósm: Víkari.is
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýrra íbúða aldraðra í Bolungarvík. Smiðirnir Jón Sveinsson og Sigurður Z. Ólafsson eru meðal þeirra sem vinna við byggingu hússins og vonast þeir til að hægt verði að byrja að steypa í þessari viku. Gert er ráð fyrir að húsið verði orðið fokhelt í desember en um er að ræða þriggja hæða hús ásamt kjallara. Notast verður við sama stigagang og eldri íbúðir aldraðra, og verður það því samtengd sjúkraskýlinu. Nýja byggingin er reist við Aðalstræti. Alls verða 15 íbúðir í húsinu og verða þær 70-90 fermetrar að stærð hver um sig. Það er Byggingarfélag heldri borgara í Bolungarvík sem stendur að baki framkvæmdinni en byggingaverktaki hússins er Vestfirskir verktakar ehf.

Frá þessu var greint á vikari.is. Tekið af bb.is