Leita á síðunni:

 

Framkvæmdir hafnar við íbúðir aldraðra

- 15/07/2011
Ljósm: Víkari.is
Ljósm: Víkari.is
Framkvæmdir við nýjar íbúðir fyrir aldraða í Bolungarvík hófust í vikunni en fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í lok síðasta mánaðar. Húsið mun standa við Aðalstræti og tengjast öðrum íbúðum aldraðra, sem eru í eigu Bolungarvíkurkaupstaðar, með sameiginlegum stigagangi. Um er að ræða þriggja hæða byggingu sem mun telja 15 íbúðir sem eru 70 - 90 fermetrar að stærð, en auk þess er rúmgóður kjallari undir allri byggingunni. Áætlað er að verð minni íbúðanna verði 19 milljónir en að þær stærri kosti 24 milljónir.

Það er Byggingarfélag heldri borgara í Bolungarvíkur sem stendur að baki byggingunni og er áætlað að húsið verði orðið fokhelt 1. desember næstkomandi. Byggingaverktaki er Vestfirskir verktakar ehf en bolvíska fyrirtækið Þotan ehf sér um að grafa fyrir grunninum.

Tekið af bb.is