Leita á síðunni:

 

Uppsteypu fyrsta hússins á Tunguskeiði að ljúka

- 10/05/2004
Grenilundur 7
Grenilundur 7
Fyrsta húsið á Tunguskeiði, nýju íbúðahverfi á Ísafirði, er óðum að rísa. Vestfirskir verktakar voru í dag að steypa upp húsið sem stendur við Grenilund 7. Notaðir eru svokallaðir plastkubbar til þess að steypa í staðinn fyrir hefðbundin mót. Að því loknu verður húsið einangrað að utan og að innan. Húsið verður 170 fermetrar með 10 fermetra sólskála og 30 fermetra bílsskúr. Áætlað er að ljúka við steypuvinnu í dag.

Að sögn Hermanns Þorsteinssonar, hjá Vestfirskum verktökum, verða tvö hús reist í sumar og jafnvel fleiri ef áhugi er til staðar. „Alltaf þegar fólk sér hreyfingu á hlutunum á Tunguskeiði er töluvert spurt um húsin", segir Hermann og hvetur áhugasama um að hafa samband við Vestfirska verktaka.

(Tekið af bb.is)