Leita á síðunni:

 

Byrja á vegskála Bolungarvíkurmegin

- 17/08/2009
Vestfirskir Verktakar ehf. byrja eftir helgi að steypa vegskála við Bolungarvíkurgöng Bolungarvíkurmegin en brátt lýkur byggingu slíkra skála í Hnífsdal. Vestfirskir Verktakar fara einnig að hefja vinnu við brúarsmíði í Hnífsdal og stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki á haustmánuðum. Jarðgangagerðarmenn hafa lent í vandræðum í göngunum Hnífsdalsmegin vegna óheppilegra setlaga og tefur það verkið töluvert. Einungis er hægt að sprengja tvo til þrjá metra í einu þeim megin í senn, en meiri vinna fer í að styrkja bergið og grafa út úr göngunum laust berg að sama skapi. Bolungarvíkurmegin gengur framkvæmdin þó þokkalega að sögn Rúnars Ágústs Jónssonar staðarstjóra Ósafls á svæðinu en stefnt er að því að gatið opnist í báðar áttir í nóvember og þá má búast við að mikil gleði verði beggja megin ganga. Frá þessu er greint á vikari.is.

Tekið af bb.is