Leita ß sÝ­unni:

 

Br˙argˇlfi­ Ý Mjˇafir­i steypt Ý dag

- 14/07/2009
Frß steypun br˙argˇlfs Ý Mjˇafir­i
Frß steypun br˙argˇlfs Ý Mjˇafir­i
Vinna hófst í bítið í morgun við að steypa brúargólfið í Mjóafirði. 30 starfsmenn Vestfirskra verktaka og 6 starfsmenn KNH eru við steypuvinnuna sem er umfangsmikil þar sem keyra á 160 rúmmetrum af steypu í 20 hjólbörum í 160 metra langt brúargólfið og verða menn á vöktum við að keyra steypunni í gólfið. Að sögn Sveins Inga yfirbrúarsmiðs eru veðurskilyrði til verksins alveg prýðileg og í upphafi verks er ekkert sem bendir til annars en að allt muni ganga að óskum. Áætlað er að verkinu ljúki í fyrramálið.