Leita á síðunni:

 

Þurfa að keyra steypunni í hjólbörum á brúna

- 08/06/2009
Mjóafjarðarbrú
Ljósmynd: Eyjólfur Ari Bjarnason
Mjóafjarðarbrú Ljósmynd: Eyjólfur Ari Bjarnason
Framkvæmdum miðar ágætlega við nýja brú í Mjóafirði. Unnið er að sandblæstri og járnabinding er hafin. Steypuframkvæmdir hefjast upp úr miðjum mánuði en framkvæmdin verður fremur erfið því keyra þarf steypunni í hjólbörum á brúna. Unnið verður á tólf tíma vöktum og u.þ.b. tólf menn með einar hjólbörur hver. Ástæðan fyrir því að nota þarf hjólbörur er að brúin þolir ekki þung vinnutæki líkt og steypubíl. Brúin er mjög sérstök og erfitt að koma að krönum við hana. Framkvæmdirnar eru komnar á ágætan skrið og verða komnar á fullt í þessari viku.

Tekið af bb.is